21. maí — 5. júní 2016
 
Stefnumót við Lutoslawski

Stefnumót við Lutoslawski

Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Petri Sakari

Á aldarafmæli Lutoslawskis

Harpa, Norðurljós
01. janúar

Verð: 3.900 kr.
Deila

Í tilefni af aldarafmæli pólska tónskáldsins Witolds Lutoslawski flytur Kammersveit Reykjavíkur úrval kammerverka hans á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu.

 

Hér er boðið á stefnumót við eitt virtasta og mikilvirkasta tónskáld Evrópu á 20. öld og verkin látin tala: Brasskvintett, strengjakvartett, dans-prelúdíur fyrir blandaðan kammerhóp en einnig er flutt verk fyrir þrettán strengjaleikara og einleikskonsert fyrir óbó og hörpu. Verkin eru afar ólík en hvert á sinn hátt hrein opinberun á heillandi hljóðheimi Witolds. Einleikarar á tónleikunum eru Matthías Birgir Nardeau á óbó og Katie Buckley á hörpu en stjórnandi er Petri Sakari.

 

Stefnumót við Lutoslawski

Pólska þjóðin gleðst á þessum tímamótunum og árið 2013 hefur verið tileinkað honum í Póllandi og útnefnt sem opinbert ár Lutoslawskis af pólska ríkinu.

Ljósmynd: Julius Multarzynski c) IMIT