21. maí — 5. júní 2016
 
Sprengd hljóðhimna vinstra megin / Stuna

Sprengd hljóðhimna vinstra megin / Stuna

Tveir gjörningar Magnúsar Pálssonar

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi
01. janúar Sprengd hljóðhimna / Stuna

Verð: 2.000 kr.
Deila

Sprengd hljóðhimna vinstra megin var flutt á Litla sviði Þjóðleikhússins í samstarfi við Alþýðuleikhúsið árið 1991. Nú verður kafli úr verkinu fluttur af sömu leikendum, þeim Arnari Jónssyni, Guðrúnu S. Gísladóttur, Kristbjörgu Kjeld, Eddu Arnljótsdóttur, Stefáni Jónssyni, John Speight og Guðnýju Helgadóttur. Stjórnandi er Þórunn S. Þorgrímsdóttir.

 

Stuna er nýtt verk eftir Magnús, byggt á ljóði Matthíasar Jochumsonar um  Hallgrím Pétursson, sem hefst á þessum línum:

 

Atburð sé ég anda mínum nær,
aldir þó að liðnar séu tvær;
inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð.
Hver er sá, sem stynur þar á beð?

 

Verkið er allt í senn, kórverk, innsetning, skúlptúr, hreyfanlegur skúlptúr og orgelverk, að hluta til byggt á orgelbúnaði.

 

Leikstjórn, raddsetning og kórstjórn: Hörður Bragason
Leikmynd: Árni Páll Jóhannsson, Pétur Magnússon
Myndband og hljóð: Steinþór Birgisson
Blásturstækni og orgeltónn: Björgvin Tómasson
Flytjendur: Íslenski hljóðkórinn (Nýlókórinn)

 

Gjörningarnir eru hluti af sýningunni Lúðurhljómur í skókassa, sem er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Listasafns Reykjavíkur.

 

 

 

Sprengd hljóðhimna vinstra megin og Stuna verða fluttar samdægurs laugardaginn 18. maí. Aðgöngumiðinn gildir á báðar sýningar.

Ljósmynd:

Frá sviðsetningu Sprengdrar hljóðhimnu vinstra megin í Þjóðleikhúsinu 1991.

Sjá einnig á vef Listasafns Reykjavíkur