21. maí — 5. júní 2016
 
Spessi: Nafnlaus hestur

Nafnlaus hestur

Spessi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur
01. janúar Opnun 01. janúar

Opið mánudag til fimmtudags kl. 12:00–19:00
föstudag kl. 12:00–18:00
laugardag og sunnudag kl. 13:00-17:00

Deila

Etnógrafísk úttekt á samfélagshópi sem veitir einstaka innsýn í þann sérstaka menningarkima sem mótorhjólaheimurinn er.

 

Saga mótorhjólamenningarinnar er gjarna rakin til þess þegar fjöldi mótorhjólamanna kom saman í smábænum Hollister í Kaliforníu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna árið 1947. Margir þeirra voru fyrrverandi hermenn sem höfðu ekki náð að fóta sig í samfélaginu eftir að seinna stríði lauk. Þeir hræddu líftóruna úr bæjarbúum og lögreglan kallaði til liðsauka frá öðrum umdæmum. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi hópur – mótorhjólafólkið og menning þess – komst í kastljósið og meðal annars var kvikmyndin The Wild One með Marlon Brando unnin upp úr atburðunum í Hollister. Til þeirra rekja bæði yfirvöld og mótorhjólahóparnir sjálfir upprunann.

 

Þó að oftast séu það skipulagðir hópar sem komast í fréttir eru þeir aðeins einn angi af miklu stærri menningarheimi venjulegs bandarísks almúgafólks – oft utangarðs – sem tengir mótorhjólamenninguna við þrána eftir sjálfstæði og frelsi.

 

Myndaröð Spessa sýnir fólkið og umhverfi þess, lífið og samfélagið. Hún er öðrum þræði myndræn dagbók um ferðalag hans um þennan menningarheim og um vinina sem hann eignaðist þar. Um leið er hún þakkargjörð fyrir tækifærið sem honum gafst til að gægjast inn í þennan afmarkaða og, á stundum, lokaða heim.

 

Sýningin stendur frá 18. maí – 1. ágúst 2013.

 

Nánari upplýsingar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

spessi2

spessi3

Ljósmyndir: Spessi