21. maí — 5. júní 2016
 
Seiður frá Spáni

Seiður frá Spáni

Sonor Ensemble & Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Harpa, Norðurljós
01. janúar

Verð: 3.900 kr.
Deila

Sonor Ensemble og Guðrún Jóhanna flytja perlur spænskra tónsmíða, eftir Manuel de Falla, Luigi Boccherini og Roman Alís, sem og dáðar útsetningar Federico García Lorca á spænskum þjóðlögum. Á efn­is­skránni er einnig Larkin Songs eftir Daníel Bjarnason, sem er samið fyrir Guðrúnu og útsett fyrir Sonor Ensemble. Verkið verður frumflutt á Íslandi í þessari útfærslu á Listahátíð í vor.

Spænska kammer­sveitin Sonor Ensemble er skipuð virtum hljóð­færa­leikurum úr Sin­fón­íu­hljóm­sveit Spánar undir stjórn Luis Aguirre, einum af reyndustu hljómsveitarstjórum landsins. Hljóm­sveitin sér­hæfir sig í flutningi á spænskri tónlist sem og tónlist 20. og 21. ald­ar­innar og hefur frum­flutt fjölda verka eftir spænsk og suður-​​amerísk tónskáld.

 

Guðrún Jóhanna Ólafs­dóttir mezzósópran starfar á Spáni og hefur komið fram með Sonor Ensemble víða um heim sem fulltrúi spænskrar tón­listar á vegum spænska ríkisins.

 

Ein­leikari á tón­leikunum er Sebastián Mariné, einn af fremstu píanó­leikurum og núlifandi tón­skáldum Spánar.

Sonor-Ensemble og Gudrún Ólafsdottir

Efnisskrá

Luigi Boccherini: Música nocturna de Madrid

Román Alís: 2 Canciones de “La rueda del tiempo”

Joaquín Turina: Rapsodia sinfónica

Manuel de Falla:  7 canciones populares españolas

Daníel Bjarnason: Three Larkin Songs

Federico García Lorca: 4 canciones populares españolas

Manuel de Falla: Dos danzas de “El amor brujo”