21. maí — 5. júní 2016
 
S Hverfandi menning – Djúpið

Hverfandi menning – Djúpið

Ljósmyndir eftir Þorvald Örn Kristmundsson

Ljósmyndasafn Reykjavíkur
21. maí kl 16:00 opnun 21. maí — 11. september

Mánudag til fimmtudags 12–19
Föstudag 12–18
Helgar 13–17

Deila

Menningararfleifð okkar er í stöðugri mótun. Í því skyni að varðveita hverfandi þætti úr menningu okkar er mikilvægt að fanga þá og festa í minninu til frambúðar í stað þess að skilja eftir óskrifað blað. Verkið Hverfandi menning – Djúpið gefur innsýn í menningu og samfélag bænda í Ísafjarðardjúpi ásamt þeim stórstígu félagslegu breytingum sem eiga sér nú stað.
 
Hérlendis líkt og víðar hefur þjóðfélagsþróun síðustu ára reynst mun örari en áður hefur þekkst. Rótgróin menningarsamfélög og hefðir hafa tekið stakkaskiptum. Unga fólkið tekur ekki við bústörfum forfeðranna heldur flytur í bæi og borgir á vit nýrra og fjölbreyttari tækifæra.
 
Sýningin samanstendur af svarthvítum ljósmyndum af bændum í Djúpinu, eyðibýlum, landslagi og öðrum sérkennum þessarar menningar sem nú er að hverfa.