21. maí — 5. júní 2016
 
S Færsla

Færsla

Hulda Stefánsdóttir

BERG Contemporary
21. maí kl 18:00 opnun
21. maí — 02. júlí

Þriðjudag til föstudags 11–17
Laugardag 13–17
og eftir samkomulagi

Deila

Málverk Huldu Stefánsdóttur eru abstrakt og því sem næst eintóna en hún hefur lýst vinnuferlinu að baki þeim sem leit að tímalausum kjarna sem kalli þó um leið fram tilfinningu fyrir augnablikum sem gætu ekki tilheyrt öðrum tíma en núinu.
 
Sýning Huldu, Færsla, í Berg Contemporary fjallar um ómöguleika þess að fanga augnablikið án þess að það beri með sér bergmál af eða ummerki um hið liðna – hvernig „hér og nú“ er alltaf líka minning þess sem var. Í Færslu er hvítur litur dreginn af samsetningu litrófsins og birtan sprettur frá myrkrinu. Með sama hætti á sér stað tilfærsla frá bakgrunni til forgrunns og frá frummynd til eftirmyndar. Þetta eru kyrrlát málverk sem bjóða upp á margbreytilega upplifun í óstöðugum aðstæðum.
 
Hulda Stefánsdóttir lærði myndlist á Íslandi og í New York. Myndlistarferill hennar spannar um tvo áratugi, auk þess sem Hulda hefur kennt og gengt stöðu prófessors við Listaháskóla Íslands.