21. maí — 5. júní 2016
 
Rýmin og skáldin IV: Gestabókin eftir Braga Ólafsson

Rýmin og skáldin IV: Gestabókin

eftir Braga Ólafsson

Í leikstjórn Stefáns Jónssonar

Sólheimasafn
01. janúar 01. janúar

Verð: 2.000 kr.
Deila

Eftir lokun, á bókasöfnum borgarinnar, eru ný leikrit að verða til.

 

„Þorbjörn Gestur er 57 ára enskukennari. Í tæpa viku hefur hann dvalið í sumarbústað kennarafélagsins fyrir norðan, einn síns liðs, eftir að sambýliskona hans sneri aftur suður eftir fyrstu nóttina. Kvöldið áður en honum ber að yfirgefa bústaðinn man hann eftir að hann er ekki búinn að skrifa í gestabókina. Af dvölinni er hins vegar ekki margt frásagnarvert. Þess vegna dettur honum í hug að skrifa í bókina fyrir næstu gesti, sem eru samkennari Þorbjörns, eiginkona hans og tengdafaðir, og móðir. Á hádegi daginn eftir, þegar þau fjögur renna í hlað, er Þorbjörn Gestur ennþá á staðnum – og á eftir að þrífa og ganga frá.“

 

Í Rýmunum & skáldunum gefst áhorf­endum færi á að upplifa nýja hlið á bókasafninu og verða vitni að sköpunarferli sex nýrra íslenskra leikverka í sviðsettum leiklestrum undir leik­stjórn sex leik­stjóra. Eftir þennan fyrsta flutning fyrir áhorfendur þróa leikskáldið og leikstjórinn verkið áfram og síðar á árinu verða þau tekin upp á vegum Útvarps­leik­hússins.

 

Skáldin og leikstjórarnir eru Auður Ava Ólafsdóttir, Bragi Ólafsson, Ingibjörg Magnadóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir, Harpa Arnardóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir Hlín Agnarsdóttir, Marta Nordal og Stefán Jónsson. Meðal leikenda eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Víkingur Kristjánsson.

 

Hægt er að kaupa miða á öll leikverkin sex á 8000 krónur í miðasölu Listahátíðar í s. 561 2444 eða á [email protected]