21. maí — 5. júní 2016
 
Routeopia

Routeopia

Ævintýraleg ökuferð í flygilrútu

með Davíð Þór Jónssyni á flygil og Ilmi Stefánsdóttur undir stýri

Lagt af stað frá Hörpu
01. janúar 01. janúar 01. janúar
01. janúar Aukatónleikar 01. janúar Aukatónleikar 01. janúar Aukatónleikar 01. janúar Aukatónleikar 01. janúar Aukatónleikar 01. janúar Aukatónleikar

Verð: 3.000 kr.
Deila

Píanóleikarinn Davíð Þór Jónsson Vatnssígaunachillharmoníuskegghalakóngur
og myndlistarkonan Ilmur Stefánsdóttir Eldegyptatréömmugeislaindjánahöfðingi
fara með áhorfendur í ævintýralega ökuferð í flygilrútu.

 

Áhorfendur ferðast ,,hringinn“ um nágrenni Reykjavíkur með Davíð á flyglinum og Ilmi undir stýri, staldra við náttúruperlur og leyfa töfrum tónanna að streyma um sig í akstri sem í staldri. Hljómleikurinn verður af öllu tagi, allt frá klassískri píanótónlist til sígaunasöngls. Lagt verður af stað frá Hörpu og tekur ferðin um eina klukkustund.

 

Upplifið ógleymanlega draumaferð í tónum og rennireið.