Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Ókeypis Fjölskylduvænt Leiklist

R1918

Reykvíkingar

1
jan.
-
9
jún.
Reykjavik
Sjá kort

Líkt og leiftur úr fortíð birtast okkur Reykvíkingar ársins 1918 og horfa beint í augun á okkur.

Tíminn fellur saman á Listahátíð í Reykjavík 2018. Líkt og leiftur úr fortíð birtast okkur Reykvíkingar ársins 1918 og horfa beint í augun á okkur. Áætlað er að 200 almennir borgarar hið minnsta muni taka þátt í verkefninu.   

R1918 er stórt þátttökuverkefni sem hófst með örstuttum daglegum útvarpsþáttum frá áramótum og nær svo hámarki með þessum viðburði.

R1918 er unnið í samstarfi við RÚV, Landsbókasafn - háskólabókasafn og fleiri aðila.

Verkefnið er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands.

Vilt þú vera með í einum af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2018?

Til þess að skrá sig til þátttöku er nóg að fylla út rafrænt eyðublað hér.

Fólki á öllum aldri býðst að taka þátt í verkefninu. Annars vegar er verið að leita að einstaklingum til þess að lesa upp stutta texta í útvarp og hins vegar hópi til þess að taka þátt í stórum gjörningi í miðborginni í júní á næsta ári. Gjörningurinn er einfaldur og án orða en krefst þess að mæta á nokkrar æfingar í maí og júní. 

 

 

Verð
0 kr

Útvarpsþættir