21. maí — 5. júní 2016
 
NEO PROTO DEMO

NEO PROTO DEMO

Clive Murphy í Kling & Bang

Kling & Bang
01. janúar Opnun 01. janúar

Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl.14:00-18:00

Lokað:
1.janúar 1.janúar

Deila

Í verkum sínum leitar Clive Murphy fanga í sjónrænni jaðarmenningu; klámruslpósti, fundnum hljóðsnældum, póstpöntunarlistum, evangelískum ræðutitlum, gömlum stillönsum fyrir auglýsingaskilti og uppblásnum leiktækjum. Hann tekur upp og endurskilgreinir auðþekkjanleg tákn í þeim tilgangi að kanna hvar samfélagsleg og menningarleg merking mætast.

 

Clive mun í samstarfi við sýningarstjórann, Jessamyn Fiore, skapa innsetningu sem mun með róttækum hætti endurskilgreina sýningarrými Kling & Bang og setja það í nýtt samhengi.

 

Clive Murphy og Jessamyn Fiore eru búsett í New York.

 

Nánari upplýsingar á vefsíðu Kling&Bang.