21. maí — 5. júní 2016
 
Magnús Kjartansson

Magnús Kjartansson

Blönduð tækni á pappír og striga

Hverfisgallerí
18. maí Opnun 21. maí — 22. júní

Opið þriðjudaga til föstudaga 11:00-17:00
og laugardaga 13:00-16:00

Deila

Hverfisgallerí sýnir verk eftir Magnús Kjartansson (1949 – 2006) sem hann vann í lok áttunda- og byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Verkin eru öll unnin með blandaðri tækni, ýmist á pappír eða striga.

 

Magnús stundaði listnám bæði hér á landi sem og í Kaupmannahöfn og hafði yfirgripsmikla þekkingu á aðferðum og miðlum fyrri kynslóða myndlistamanna. Hann nýtti sér þá þekkingu með ýmsum hætti, en þegar hann hafði náð góðu valdi á ákveðinni aðferð fór hann jafnan inn á nýjar brautir þar sem hann prófaði sig áfram með fleiri miðla og má því greina ólík tímabil í myndsköpun Magnúsar. Á þeim árum sem þessi verk voru unnin þróaði hann klippimyndir (collage) yfir í þrykk og einnig notaði hann sérstaka gamla ljósmyndatækni sem hann átti síðar eftir að útfæra enn frekar og vinna meira með. Verkin á sýningunni bera þess öll merki að umbrot voru í lífi Magnúsar á þessum árum, glöggt má sjá ýmis tákn sem hann notaði endurtekið og útfærði á marga vegu, svo sem króka, lása og krana. Þessi verk hafa ekki verið sýnd opinberlega áður.

 

Aðgangur ókeypis.

 

Sjá einnig á vef Hverfisgallerís.

MagnusKjartansson