21. maí — 5. júní 2016
 
Kross

KROSS

Gjörningur eftir Magnús Pálsson

Mæting við Fríkirkjuna kl. 19:30
01. janúar

Deila

Verkið hefst í Fríkirkjunni með hljóðlausu kórverki, Bænum úr Davíðssálmum, fluttu af Táknmálskórnum á táknmáli, Kammerkór suðurlands sem flytur það raddlaust og símritar og loftskeytamönnum sem flytja með semafor flöggum og morsletri.  að flutningi loknum er risavaxinn en ímyndaður kross borinn frá Fríkirkjunni inn í port Hafnarhússins. Gangan er mynduð af þátttakendum sem fá hellíumfylltar blöðrur og poka me tússpennum og sæsorfnum steinvölum og leiðbeiningar um notkun þeirra.

 

Kross var fyrst fluttur árið 1996 í Hróarskeldu í Danmörku á gjörningahátíðinni Margrétarfjörðurinn sem beindi augum að Margréti Danadrottningu sem sat í Hróarskeldu á fjórtándu öld og var þjóðhöfðingi Kalmarsambandsins. Átta listamenn frá jafnmörgum löndum voru fengnir til að skipuleggja og leiða göngur hátíðargesta um borgina og fremja ýmsa gjörninga á leiðinni. Gestirnir sem hver listamaður þurfti að leiða voru frá 50 upp í tvö til þrjú hundruð og það kom í hlut Magnúsar að leiðsegja 250 manns um borgina. Hann fékk til liðs við sig Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra og Hörð Áskelsson organista í framkvæmd verks í þremur hlutum.

 

Verkið verður nú endurgert sem hluti af sýningunni Lúðurhljómur í skókassa og stýrt af Guðmundi Oddi Magnússyni og Daníel Björnssyni, með þátttöku Táknmálskórsins og Kammerkórs Suðurlands.

 

 

Myndir: skissur Magnúsar Pálssonar úr Kross