21. maí — 5. júní 2016
 
Kaflaskipti

Kaflaskipti

Huginn Þór Arason og Andrea Maack

Sýningarstjóri Shauna Laurel Jones

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi
01. janúar Opnun 01. janúar

Opið alla daga frá kl. 10:00-17:00

Deila

 

Sýningin hverfist um ilm sem ætlað er að fanga kjarna listasafns fjarlægrar framtíðar. Innsetning Andreu og Hugins Þórs er í formi sýningarsalar sem á að varpa ljósi á ákveðið tímabil. Þau leitast við að sýna ilminn í þrívíðu, byggingarlistarlegu og sveigjanlegu formi. Þannig undirstrika þau eiginleika ilms sem getur verið erfitt að henda reiður á því að  hann er tímabundinn og ber með sér hugrænt andrúmsloft.

 

Ilmurinn sem um ræðir er einstakur og sérstaklega þróaður fyrir sýninguna í Hafnarhúsi. Sýningarstjórinn og listamennirnir áttu í samræðum um framtíð listasafna. Niðurstaða þeirra var orðalisti sem var sendur til sjálfstæðs ilmvatnsframleiðanda í Frakklandi. Verkefni framleiðandans fólst síðan í því að túlka lykilorðin á listanum og umbreyta þeim í lyktarupplifun. Andrea og Huginn Þór nota ilminn sem uppsprettu vangaveltna um eðli innsetningar sinnar.

 

Kaflaskipti byggir á reynslu Andreu sem myndlistarmanns sem vinnur með ilm í list sinni en einnig áhuga Hugins Þórs á að umbylta hlutverki sýningarsalarins. Andrea og Huginn Þór vinna nú saman í fyrsta sinn. Ólíkt hefðbundnum sýningarsal sem birtir ákveðið tímabil, er „framtíðarsalurinn“ þeirra ekki hugsaður sem dæmi um vissa stíltegund, heldur afar persónuleg túlkun á gildismati og smekk annars tímaskeiðs. Sýningarsalurinn er heldur ekki hugsaður sem fullkomlega einangrað tímahólf. Um leið og framtíðarsalurinn verður virkt rými í nútímanum setja listamennirnir fram ráðgátu um merkingu þess að taka þátt í siðvenjum innan óbundins tíma og rýmis.

 

Sýningin stendur frá 25. maí – 25. ágúst 2013.

 

Sjá einnig á vef Listasafns Reykjavíkur.