21. maí — 5. júní 2016
 
Jack Quartet: Leikið í myrkri

Leikið í myrkri með Jack Quartet

Verk eftir Georg Friedrich Haas

Strengjakvartett no. 3 eftir Georg Friedrich Haas

Harpa, Norðurljós
01. janúar

Verð: 4.200 kr.
Deila

 

Hinn ungi bandaríski strengjakvartett JACK hefur vakið mikla athygli fyrir framsækna efnisskrá sína sem á köflum er svo óhefðbundin að hún er leikin í myrkri. Á Listahátíð í Reykjavík flytur kvartettinn verk eftir hinn austurríska Georg Friedrich Haas (1953), einn fremsta tónsmið sinnar kynslóðar í Evrópu, kenndan við spektraltónlist. Verkið sem hér er leikið, Strengjakvartett no. 3, In iij. Noct., er samið fyrir myrkur og flutt í myrkri.

 

Verkið gerir eðli málsins vegna sérstakar kröfur til flytjenda og hin óvenjulega framsetning ekki síður: Nótur Haas fela m.a. í sér ítarlegar leiðbeiningar um spuna og verkið skyldi ekki leikið á skemmri tíma en 35 mínútum en má þó vera umtalsvert lengra. JACK meðlimir byggja því á eigin innsæi og samspili sín á milli í 70 mínútna löngu tónverki fluttu í niðamyrkri í Norðurljósasal.

 

Fyrir áhorfandann sem er vanur að skynja umhverfi sitt í gegnum sjón er upplifunin óvænt og mögnuð.

 

„mind-blowingly good“

(Los Angeles Times)