21. maí — 5. júní 2016
 
V Hátindar á ferli Helga

Hátindar á ferli Helga

San Francisco ballettinn

ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands

Harpa, Eldborg
28. maí kl 20:00 Frumsýning 29. maí kl 14:00 29. maí kl 20:00 30. maí kl 20:00 31. maí kl 20:00

Verð: 5.500 — 12.900 kr.
Deila

San Francisco ballettinn sýnir valda kafla úr dáðustu verkum sínum við meðleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sviði Eldborgar. Helgi Tómasson hefur á löngum ferli sem listrænn stjórnandi flokksins leitt hann í fremstu röð í hinum alþjóðlega ballettheimi.
 
San Francisco ballettinn er einn þriggja stærstu ballettflokka í Bandaríkjunum og sá elsti, stofnaður árið 1933. Undir stjórn Helga á síðustu þremur áratugum hefur ballettinn hlotið almenna viðurkenningu sem einn af bestu ballettflokkum heims og er þekktur fyrir víðfeðma efnisskrá, óvenjumikla breidd og hæfni dansaranna og listræna sýn sem hefur sett ný viðmið.
 
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlistina á sýningu San Francisco ballettsins í Hörpu á Listahátíð, undir stjórn Martin West, tónlistarstjóra og aðalstjórnanda hljómsveitar San Francisco ballettsins en hann þykir vera einn fremsti stjórnandi balletttónlistar í heiminum.
 
Þetta er í fyrsta sinn sem San Francisco ballettinn dansar á Íslandi við lifandi tónlist en í fjórða sinn sem gestir Listahátíðar njóta listfengis hans.
 
Sýningin er samstarfsverkefni Hörpu, Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
 
Efnisskrá
Trio

Danshöfundur: Helgi Tómasson
Tónlist: Pyotr Ilyich Tchaikovsky: Souvenir de Florence, Op. 70
 
Rubies (úr Jewels)

Danshöfundur: George Balanchine
Tónlist: Igor Stravinsky: Capriccio for Piano and Orchestra
 
Le Corsaire: Pas de deux

Danshöfundur: Marius Petipa
Tónlist: Riccardo Drigo: Le Corsaire
 
Solo
Danshöfundur Choreographer: Hans van Manen
Tónlist: Johann Sebastian Bach: Partita #1 í b–moll fyrir fiðlu — Corrente & Double
 
Within the Golden Hour
Danshöfundur: Christopher Wheeldon
Tónlist: Ezio Bosso, Antonio Vivaldi