21. maí — 5. júní 2016
 
Einsemd: steypa

Einsemd: steypa

Þungarokkssveitin MUCK í gjörningi Magnúsar Pálssonar

Tónleikar steyptir í gifs

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi
01. janúar

Verð: 1.500 kr.
Deila

Einsemd: steypa er nýtt verk, byggt á verkinu The Anti-Society League Concert sem Magnús gerði í Svíþjóð árið 1980 með samnefndri hljómsveit.

 

Þungarokkshljómsveitin MUCK heldur tónleika í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi en að tónleikunum loknum verður rýmið sem tónlist þeirra fyllti steypt í gifs. Titill verksins vísar í lag MUCK, I Stand Alone. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari, stýrir steypuverkinu.

 

Gjörningurinn eru hluti af sýningunni Lúðurhljómur í skókassa, sem er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Listasafns Reykjavíkur.

 

Einnig á vef Listasafns Reykjavíkur

„Hugsum okkur að við stöndum á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í miðri umferðarþvögunni, risastórri mynd þar sem hreyfingin og hljóðið kemur úr öllum áttum. Það er tröllsleg hljómkviða. Skiptandi umferðarljósin og gírskiptingar bílanna skapa óviðjafnanlega hrynjandi. 

 

Loki maður nú augunum stendur eftir hljómkviðan ein, nefnilega hljóðskúlptúr án myndar. Sinfónían hættir ekki að vera skúlptúr þótt hún tapi hinum myndrænu eigindum því hljóðið eitt heldur öllum sínum strúktúr og víddum og heldur áfram að vera strúktúr í vitundinni. Hljóðskúlptúrinn. Það er ekki að ástæðulausu að hljóðtæknimenn tala um hljóðmynd.“  MP

 

 

 

 

                                                                                   Ljósmynd: Carina Hedén