21. maí — 5. júní 2016
 
Diana Damrau og Xavier de Maistre

Diana Damrau og Xavier de Maistre

Sópranstjarna og hörpusnillingur mætast

Harpa, Eldborg
01. janúar

Verð: 3.200 — 8.900 kr.
Deila

Fremsta kóleratúr söngkona heims, Diana Damrau, brýtur upp ljóðatónleikaformið með hörpusnillingnum Xavier de Maistre á einstökum tónlistarviðburði á lokadegi Listahátíðar.

 

Hið óvenjulega samspil mannsraddarinnar og hins margslungna hljóðheims hörpunnar á tónleikum Damrau og de Maistre hefur hvarvetna hlotið einróma lof gagnrýnenda.

 

Ljóð eftir Schubert, Tárrega og Strauss mynda dagskrá fyrri hluta tónleikana en eftir hlé leiða listamennirnir áhorfendur til Frakklands þar sem leiknir verða fágætir gimsteinar franskra ljóðatónbókmennta eftir Fauré, Hahn, Chausso, Duparc og Dall’Acqua.

 

“The leading coloratura soprano in the world”     New York Sun

Díönu Damrau þarf vart að kynna fyrir unnendum klassískrar tónlistar en hún hefur sungið sig inn í hug og hjörtu áhorfenda á virtustu óperusviðum heims. Hún hefur verið nefnd drottning kóleratúr söngsins og býr yfir einstakri söngtækni auk þess sem hún hefur mikla  útgeislun á sviði. Hlutverkalisti Damrau er fjölbreyttur og spannar allt frá Mozart og bel canto til Verdi og Strauss.

 

Auk óperusigranna hefur hún haslað sér völl sem ein fremsta ljóðasöngkona heims. Damrau og de Maistre hafa unnið saman að flutningi og upptökum á ljóðatónlist í nokkur ár og hlotið hástemmt lof fyrir samspilið í túlkun sinni.  Fyrir diskinn „Nuit d’Etoiles“ þar sem þau Diana Damrau flytja saman tónlist Debussy, hlaut Maistre þýsku tónlistarverðlaunin Echo Klassik Award sem hljóðfæraleikari ársins, árið 2009.

 

Hvort heldur sem viðfangsefnið er ljóðasöngur eða ópera, eru áheyrendur og gagnrýnendur á einu máli. Diana Damrau hefur sungið á sviði Metropolitan óperunnar í New York á hverju ári frá 2005 og sló nú nýverið í gegn sem stórfengleg Víóletta í La Traviata þar sem hún deilir sviði með Placido Domingo.

Xavier-de-Maistre

Xavier de Maistre hefur hlotið mikið lof fyrir hörpuleik sinn og ekki síst fyrir að breyta tónlistarlegu umhverfi hörpueinleikara. Hann leikur oft á tíðum ögrandi verk sem yfirleitt eru flutt af stórum hljómsveitum og fáum hörpuleikurum dytti í hug að flytja einsömlum.

 

Sem einleikari hefur hann leikið með helstu hljómsveitum og hljómsveitarstjórum heims og á virtustu tónlistarhátíðum Evrópu. Nýjasti diskur hans „Notte Veneziana“ , þar sem hann spilar barokk með hljómsveitinni L‘art del mondo, fékk eindæma lof gagnrýnenda og er í efstu sætum á klassískum tónlistarlistum.

 

„Xavier de Maistre is a virtuoso of the highest order, profoundly musical and capable of realizing a remarkable range of nuance.”  Gramophone

 

 

Efnisskrá

 

Franz Schubert Ständchen (nr. 4 úr „Schwanengesang“ D 957)
(1797-1828) – „Leise flehen meine Lieder“ (Heinrich Friedrich Ludwig Rellstab)

 

Du bist die Ruh D 776 op. 59 nr. 3
– „Du bist die Ruh, der Friede mild“ (Friedrich Rückert)

 

Gretchen am Spinnrade D 118 op. 2
– „Meine Ruh ist hin, mein Herz ist schwer“  (Johann Wolfgang von Goethe, úr „Faust I“)

 

An die Musik D 547 op. 88 nr. 4
– „Du holde Kunst“ (Franz von Schober)

 

Ave Maria (Ellens Gesang III – Hymne an die Jungfrau)D 839 op. 52,4
– „Ave Maria! Jungfrau mild!“ (Adam Storck)

 

Francisco Tárrega(1852-1909) Recuerdos de la Alhambra (Minningar um Alhambra) fyrir gítar. Xavier de Maistre útsetti fyrir hörpu

 

Richard Strauss Ständchen op. 17 nr. 2
(1864-1949) – „Mach auf, mach auf, doch leise mein Kind“ (Adolf Friedrich Graf von Schack)

 

Epheu op. 22 nr. 3 (úr „Mädchenblumen“)
Aber Epheu nenn’ ich jene Mädchen (Felix Dahn)

 

Schlagende Herzen op. 29 nr. 2
– „Über Wiesen und Felder ein Knabe ging“ (Otto Julius Bierbaum)

 

Nichts op. 10 nr. 2
– „Nennen soll ich“ (Hermann von Gilm zu Rosenegg)

 

Wiegenlied op. 41 nr. 1
– „Träume, träume, du mein süßes Leben“ (Richard Dehmel) 
Beim Schlafengehen WoO 150 nr. 3(úr „Vier letzte Lieder“)
– „Nun der Tag mich müd gemacht“ (Hermann Hesse)

 

Hlé

 

Reynaldo Hahn Si mes vers avaient des ailes
(1874-1947) – „Mes vers fuiraient, doux et frêles (Victor Hugo)

 

L’heure exquise (nr. 5 úr „Chansons grises“)
– „La lune blanche luit dans les bois“ (Paul Verlaine)

 

Ernest Chausson Le colibri op. 2 nr. 7
(1855-1899) – „Le vert colibri, le roi des collines (Charles Leconte de Lisle)

   

Le temps des lilas
– „Le temps des lilas et le temps des roses“ (Maurice Bouchor)

 

La cigale op. 13 nr. 4
– „O Cigale, née avec les beaux jours (Charles Leconte de Lisle)

 

Gabriel Fauré Impromptu Des-dúr op. 86, fyrir hörpu
(1845-1924) Allegro molto moderato

 

Henry Duparc Chanson triste
(1848-1933) – „Dans ton coeur dort un clair de lune (Jean Lahor)

 

L’invitation au voyage
– „Vois sur ces canaux Dormir (Charles Baudelaire)

 

Eva Dall’Acqua Villanelle
(1856-1930) – „J’ai vu passer l’hirondelle“ (Frédéric van der Elst)