21. maí — 5. júní 2016
 
CAT 192

CAT 192

Lokaverk Listahátíðar 2013

Harpa, Eldborg
01. janúar

Verð: 500 kr.
Deila

 

CAT 192 er nýtt verk eftir Ilan Volkov og Hlyn Aðils Vilmarsson. Það er pantað af Listahátíð í Reykjavík sem lokaverk hátíðarinnar og er fyrsti kaflinn í röð verka sem bera heitið Acoustics Series. CAT 192 er skrifað fyrir Eldborg og önnur hljóðfæri eru ekki notuð við flutning þess.

 

Höfundar verksins byggja á einstöku hljómburðarkerfi Eldborgar sem er hannað fyrir þann sveigjanleika sem nútímatónleikasalir krefjast. Verkið er flutt með hljómskildi yfir sviði Eldborgar; ómrýmum til hliðar við sviðið og teppum inni í salnum og í ómrýmum.

 

Með ómrýmunum má auka rýmd salarins um allt að 35 – 40%. Rýmin má opna og loka, draga teppin upp og niður og hækka og lækka hljómskjöldinn til að breyta hljómburði í salnum.

 

Framkvæmd Einar Rúnarsson