21. maí — 5. júní 2016
 
Bang on a Can All-Stars: Field Recordings

Bang on a Can All-Stars

Opnunartónleikar Listahátíðar 2013

„A fiercely aggressive group, combining the power and punch of a rock band

with the  precision and clarity of a chamber ensemble.“ 

The New York Times

 

Bang On a Can All-Stars, sem fyrir löngu eru orðin heimsþekkt fyrir óhefðbundna nálgun sína við tónlist og tónleikaformið, flytja opnunartónleika Listahátíðar 2013.

 

Þau eru hinn rafmagnaði útvörður Bang on a Can hópsins sem varð til í kjölfar maraþontónleika ungra tónlistarmanna í listagalleríi í Soho árið 1987. Hugsjón hópsins var að eyða skilrúmum á milli tónlistargreina. Maraþontónleikar Bang on a Can eru síðan orðnir árviss og ómissandi viðburður í New York borg.

 

Gospel, Hollywood, Cage, Bali

 

Bang on a Can All-Stars leika jöfnum höndum jazz, klassík, heimstónlist og tilraunakenndar samtímatónsmíðar. Í nýjasta verkefni sínu, Field Recordings, horfir hópurinn til hljóð- og myndupptakna síðustu 135 ára sem hafa, með einum eða öðrum hætti, mótað tónlistarsköpun síðustu áratuga. Leitað var til fjölbreytts hóps höfunda, með bakgrunn í indípoppi, raftónlist, myndlist og samtímatónlist og þeir beðnir að byggja nýja tón- og myndsmíð á þeim fjölbreytta grunni. Útkoman eru magnaðir margmiðlunartónleikar sem verða fluttir á Listahátíð í Reykjavík í vor.

Á tónleikunum verða flutt verk eftir Julia Wolfe, Florent Ghys, Christian Marclay, Todd Reynolds, Mira Calix, Michael Gordon, David Lang, Tyondai Braxton, Nick Zammuto, Jóhann Jóhannsson og Anna Clyne.

 

Bang on a Can All-Stars skipa Ashley Bathgate á selló, Robert Black á kontrabassa, Vicky Chow á píanó, Ken Thomson á klarinett, David Cossin, trommur og Mark Stewarts á gítar.

 

 

 

Ljósmynd: The Defining Photo