21. maí — 5. júní 2016
 
Augliti til auglitis

Augliti til auglitis

Portrett í Listasafni ASÍ

Sýningarstjórar Kristín G. Guðnadóttir & Steinunn G. Helgadóttir

Listasafn ASÍ, Freyjugötu
25. maí Opnun 26. maí — 23. júní Ókeypis aðgangur

Opið alla daga frá kl. 13:00-17:00.
Lokað á mánudögum.

Deila

Á sýningunni Auglit til Auglitis eru portrett eftir eldri listamenn jafnt sem samtímalistamenn, þekkta jafnt sem lítið þekkta. Þar eru sýnd öndvegisverk og önnur sem lifað hafa skuggatilveru, hefðbundin opinber portett og samtímalegir útúrsnúningar. Verkin sýna nafngreinda einstaklinga í mismundandi birtingarmyndum; málverkum, teikningum, þrívíðum verkum, myndbandsverkum og hljóðverkum.

 

Leitast er við er að greina og afhjúpa þessa gömlu myndhefð og skoða hvernig hún virkar í samtímanum. Með óvæntum samstillingum og nýstárlegum sjónarhornum er dreginn fram kjarninn í þeirri frásögn sem hvert verk býr yfir; sálfræðin, fáráðleikinn, kynjahlutverkin, opinbera ímyndin og innri maðurinn.

 

Í húsinu verða verk eftir um 70 listamenn. Meðal þeirra eru 30 portrett af Ragnari Kjartanssyni (1923 – 1988) eftir Acke, Ásgeir Bragason, Bjarna Þór Bragason, Braga Ásgeirsson, Daða Guðbjörnsson, Dieter Roth, Eddu Jónsdóttir, Edwin Age-Nielsen, Frosta Arnarsson, Grím Marínó Steindórsson, Gylfa Gíslason, Hauk Dór Sturluson, Hring Jóhannesson, Ívar Valgarðsson, Jensen, Jón Gunnar Árnason, Jón Óskar skáld, Kristinn G. Hrafnsson, Kristínu Eyfells, Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, Kristján Davíðsson, Magnús Pálsson, Morris R. Spiwek, N.Hafstein, Ragnhildi Stefánsdóttur, Sigrúnu Guðmundsdóttur, Sigurjón Jóhannsson, Sverri Haraldsson og Þórdísi Öldu Sigurðardóttir.

 

Að auki eiga verk á sýningunni Aðalheiður Eysteinsdóttir, Anna Hallin, Ágúst Petersen, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásgeir Bjarnþórsson, Birgir Andrésson, Díana Karlsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Elín Pjet. Bjarnason, Erling Klingenberg, Georg Guðni, Guðlaug Svava Svarvarsdóttir, Gunnlaugur Blöndal, Halldór Baldursson, Halldór Pétursson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hildur Bjarnadóttir,  Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Hugleikur Dagsson,  Hörður Ágústsson, Jóhannes S. Kjarval, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Katrín Elvarsdóttir, Kristinn Pétursson,Kristján Davíðsson, Louisa Matthíasdóttir, Nína Tryggvadóttir, Olga Bergmann, Sara og Svanhildur Vilbergsdætur, Sigga Björg, Sigríður Sigurðardóttir, Sigurjón Ólafsson, Snorri Arinbjarnar, Snorri Ásmundsson, Þorri Hringsson, Þorvaldur Skúlason og Örlygur Sigurðsson auk óþekktra listamanna.

 

 

 Ljósmynd:Katrín Elvarsdóttir: Elvar Örn/Drengur í skógi, 2008

 

 Sjá einnig á vef Listasafns ASÍ.