21. maí — 5. júní 2016
 
Atrium String Quartet: Shostakovich áskorunin

Shostakovich áskorunin

Atrium String Quartet

Sögulegur flutningur á öllum 15 strengjakvartettum tónskáldsins

Harpa, Norðurljós
02. júní Kvartettar nr. 1, 2 02. júní Kvartettar nr. 3, 4, 5 02. júní Kvartettar nr. 6, 7 02. júní Kvartettar nr. 8, 9 02. júní Kvartettar nr. 10,11,12 02. júní Kvartettar nr. 13, 14 02. júní Kvartett nr. 15

Verð: 2.000 — 6.800 kr.
Deila

Á Listahátíð 2013 takast fjórir ungir tónlistarmenn sem skipa hinn dýnamíska og metnaðarfulla Atrium String Quartet, á hendur hið gríðarmikla verkefni að flytja alla fimmtán strengjakvartetta Dmitri Shostakovich á einum degi, frá kl. 10 að morgni til 10 að kvöldi.

 

Kvartettar Shostakovich eru einstakir meðal tónsmíða hans. Í ljóðrænu og persónulegu inntaki sínu eru þeir afar ólíkir sinfóníunum, hinum opinberu tónverkum Shostakovich sem endurspegla hin ofsafengnu, pólitísku átök í nærumhverfi tónskáldsins. Kammertónlist er í eðli sínu innileg, leikin í meira návígi en stærri hljómsveitarverk og við nána hlustun á kvartettum Shostakovich kemst áheyrandinn nær því að kynnast innri hugarheimi skáldsins en í nokkrum öðrum verkum hans.

 

Í kammerverkunum eru tilvísanir í eldri verk, ekki síst í óperurnar sem Shostakovich samdi fyrir árið 1936 en atburðir það ár ollu straumhvörfum í lífi hans. Það var þá sem sovésk stjórnvöld tóku að gagnrýna og ritskoða tónsmíðar hans með kröfum um að þær féllu að sovétrealískum stöðlum og lífsgildum. Fyrstu strengjakvartettarnir litu dagsins ljós eftir þetta örlagaþrungna ár og eftir því sem árin liðu urðu þeir í síauknum mæli vettvangur fyrir tjáningaríkari og tilraunakenndari tónsmíðar en skáldið leyfði sér á hinum opinbera vettvangi. Flutningur allra kvartettanna á Listahátíð gefur íslenskum aðdáendum Shostakovich því óvenjulegt og einstakt tækifæri til að öðlast innsýn í ótrúlegt lífshlaup og skapandi hugsun þessa merka tónskálds.

 

Hin nánu tengsl Atrium kvartettsins við tónsmíðar Shostakovich hófust í námi við Konservatoríuna í Sánkti Pétursborg þegar þau nutu leiðsagnar hins heimsfræga Taneyev strengjakvartetts. Taneyev kvartettinn starfaði náið með Shostakovich um árabil að flutningi kammerverka hans og frumflutti m.a. 15. strengjakvartettinn á heimsvísu.

Það var í  námi sem áhugi Atrium meðlima kviknaði á að upplifa lifandi flutning á öllum strengjakvartettunum fimmtán en margir þeirra eru afar sjaldnar fluttir á opinberum vettvangi. Nú verður bætt úr því: Strengjakvartettar Shostakovich hafa aldrei fyrr verið fluttir í heild á einum degi og því er um heimsfrumflutning að ræða.

 

Tónleikarnir eru áskorun fyrir bæði flytjendur og áheyrendur því að verkin eru alls rúmar 7 klukkustundir í flutningi.

 

Tekur þú áskoruninni? 

 

Hægt er að kaupa passa sem gildir allan daginn á 6800 krónur en miðaverð á einstaka tónleika er 2000 krónur.

Verkefnið Atrium String Quartet: Shostakovich áskorunin er unnið í samstarfi við Hörpu.

Ljósmynd: Gela Megrelidze