21. maí — 5. júní 2016
 
Andstæður – Kontraster

Andstæður - Kontraster

Jazz og klassík mætast á ný

Litið til baka til fyrstu Listahátíðar í Reykjavík árið 1970

Norræna húsið
31. maí

Verð: 2.500 kr.
Deila

Listahátíð í Reykjavík var haldin í fyrsta sinn sumarið 1970. Meðal fjölmargra atriða sem boðið var upp á var verkið Andstæður/ Kontraster, þar sem sænski jazzpíanistinn Bengt Hallberg, Jón Sigurðsson kontrabassaleikari og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari léku jazzópusa á víxl við sígild verk leikin af klassíska píanóleikaranum Kjell Bækkelund frá Noregi.   Listamennirnir leituðust við að draga fram andstæður í tónlist sem byggðu á þemum með tilbrigðum eins og Hallberg útskýrði fyrir áheyrendum á tónleikunum. Duke Ellington, Debussy, Bellmann, Gershwin,  hljómuðu allir í bland og svo þétt var setið í Norræna húsinu á tónleikunum að opna þurfti inn í bóksafnið svo að allir tónleikagestir kæmust fyrir.   Á Listahátíð 2013 mun Guðmundur Steingrímsson setjast við settið í Noræna húsinu á ný, á áttugusta og fjórða aldursári, og endurtaka tónleikana ásamt jazztónlistarmönnunum Kjartani Valdemarssyni og Gunnari Hrafnssyni og hafa þeir félagarnir fengið Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara til liðs við sig.   Tónleikarnir eru haldnir í minningu Kjell Bækkelund og Jóns Sigurðssonar og eru jafnframt haldnir í tilefni útgáfu Tilbrigði með og án stefja sem upptökumenn Ríkisútvarpsins tóku upp á tónleikunum árið 1970, en Sigurður Rúnar Jónsson, sonur Jóns Sigurðarssonar hefur yfirfarið upptökuna, hljóðjafnað og skýrt hana svo hún standist kröfur nútímans.

Ljósmynd: Bengt Hallberg Trio í Norræna húsinu 1970: Jón Sigurðsson, Guðmundur Steingrímsson, Bengt Hallberg