21. maí — 5. júní 2016
 
Að heiman og heim

Að heiman og heim

Málþing til heiðurs Guðbergi Bergssyni

Hátíðarsalur Háskóla Íslands
01. janúar Aðgangur ókeypis

Deila

Á þinginu, sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands, verður sjónum beint að verkum Guðbergs í alþjóðlegu samhengi og sækir glæsilegur hópur erlendra fræðimanna, rithöfunda og þýðenda Ísland heim til heiðurs skáldinu en einnig munu íslenskir fræðimenn og rithöfundar taka þátt í dagskránni.
Meðal fyrirlesara eru rithöfundarnir Colm Tóibín og Luía Costa Gomes, bókmenntafræðingarnir Ástráður Eysteinsson, Birna Bjarnadóttir og Ármann Jakobsson og þýðendurnir Enrique Bérnardez,  Massimo Rizzante, Eric Boury og Hans Brükner.

 

Meðal þess sem ber á góma eru þýðingar á verkum Guðbergs, fagurfræði hans og „leitin að landinu fagra“, samtal skáldskapar hans við verk yngri skálda og sá leiðangur sem list skáldsins hefur bæði tekist á hendur og fer með lesandann í.

Að þinginu standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum,  Íslenskudeild Manitobaháskóla, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið , Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands, Hugvísindastofnun Háskóla Íslands og Grindavíkurbær.

 

Dagskrá og nánari upplýsingar: conference.hi.is/heimanogheim

 

Ljósmynd eftir Guðna Þorbjörnsson