21. maí — 5. júní 2016
 
ludurhljomur-kross-vefur

Fjóla Dögg ráðin framkvæmdastjóri Listahátíðar

 

Fjóla Dögg Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík.

Sem framkvæmastjóri kemur Fjóla til með að vinna náið með listrænum stjórnanda hátíðarinnar og hafa umsjón með fjármálum og rekstri skrifstofu auk þess að sinna m.a.  innlendum og alþjóðlegum samskiptum, markaðsmálum, samningagerð og starfsmannahaldi.

 

Fjóla Dögg Sverrisdóttir. Ljósmynd: Rut Sigurðardóttir

Fjóla Dögg Sverrisdóttir. Ljósmynd: Rut Sigurðardóttir

Fjóla er með MPM gráðu í verkefnastjórnun og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk tónlistarkennaraprófs frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Cycle listahátíðarinnar í Kópavogi og var auk þess framkvæmdastjóri tónlistarhátíðanna Myrkir músíkdagar og Norrænir músíkdagar 2016.

 

Að auki hefur Fjóla margra ára reynslu úr alþjóðlegu atvinnulífi eftir hafa unnið sem teymisstjóri hjá Marel og sem ferðahönnuður hjá Iceland Encounter.

 

Staðan var auglýst laus til umsóknar í lok janúar og voru umsækjendur sextíu talsins. Ráðgjafafyrirtækið Capacent hafði umsjón með ráðningaferlinu.