21. maí — 5. júní 2016
 
Innri-vefur-2040x380_4

Eyrarrósarlistinn 2017 birtur

Alls bárust 37 umsóknir um Eyrarrósina í ár hvaðanæva af landinu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa í sameiningu Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.

 

Á Eyrarrósarlistanum 2017 birtast nöfn þeirra sex verkefna sem eiga möguleika á að hljóta verðlaunin í ár. Sjálfri Eyrarrósinni fylgir tveggja milljón króna verðlaunafé en að auki munu tvö verkefnanna hljóta 500 þúsund króna verðlaun.

 

Eyrarrósarlistinn 2017:

  • Alþýðuhúsið á Siglufirði
  • Eistnaflug, Neskaupstað
  • List í ljósi, Seyðisfirði
  • Nes – Listamiðstöð á Skagaströnd
  • Rúllandi snjóbolti, Djúpavogi
  • Vesturfarasetrið á Hofsósi

 

Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 16. febrúar næstkomandi í Verksmiðjunni að Hjalteyri, sem er handhafi Eyrarrósarinnar frá síðasta ári. Frú Eliza Reid, nýr verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin.

 
Smelltu hér til að lesa meira um verkefnin á Eyrarrósarlistanum 2017