21. maí — 5. júní 2016
 
ludurhljomur-kross-vefur

Opið fyrir umsóknir um Eyrarrósina

Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík hafa allt frá árinu 2005 staðið sameiginlega að Eyrarrósinni; viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.

 

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir Eyrarrósina 2017. Umsækjendur geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð utan höfuðborgarsvæðisins.

 

Af umsækjendum verða sex verkefni valin á Eyrarrósarlistann og af þeim hljóta þrjú verkefni tilnefningu til sjálfrar Eyrarrósarinnar. Eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina 2017, en henni fylgja 2.000.000 kr. peningaverðlaun. Öðrum tilnefningum fylgja einnig peningaverðlaun.

 

Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. janúar 2017. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir skal senda rafrænt til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið [email protected]
Nánari upplýsingar fyrir umsækjendur, þar með talinn listi yfir nauðsynleg fylgigögn umsókna má nálgast hér.

 

Eliza Reid forsetafrúk verndari Eyrarrósarinnar.

Eliza Reid forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar.

 

Eliza Reid nýr verndari Eyrarrósarinnar
Eliza Reid forsetafrú hefur tekið við hlutverki verndara Eyrarrósarinnar af Dorrit Moussaieff

fyrrverandi forsetafrú. Dorrit eru færðar bestu þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og stuðning í gegnum árin, sem hefur skipt afar miklu máli fyrir verkefnið.  Eliza mun afhenda Eyrarrósina 2017 við hátíðlega athöfn í Verksmiðjunni á Hjalteyri í febrúar næstkomandi.