21. maí — 5. júní 2016
 
Innri-vefur-2040x380_8

Fjölsóttur stefnumótunarfundur

Viðamikil stefnumótunarvinna er nú hafin hjá Listahátíð í Reykjavík. Hátíðin hefur nú aftur verið gerð að tvíæringi sem þýðir að næsta hátíð verður ekki fyrr en árið 2018. Á þessum tímamótum gefst dýrmætt tækifæri til þess að staldra aðeins við, skoða erindi hátíðarinnar í dag og varða leiðina inn í framtíðina.

 

Í gær, fimmtudaginn 3. nóvember var haldinn fjölmennur vinnufundur í Safnahúsinu í samstarfi við KPMG ráðgjafaþjónustu þar sem öllum helstu menningarstofnunum landsins, samtökum listafólks og fulltrúum almennings var boðið að borðinu í samtal um hlutverk og markmið hátíðarinnar. Niðurstöður þessa fundar verða notaðar sem grunnur að stefnumótun hátíðarinnar til næstu fjögurra ára.

Listahátíð þakkar þeim sem að fundinum komu fyrir framlagið og kraftmikla og góða vinnu. Það er ljóst að bakland hátíðarinnar er sterkt og margir bera hag hennar fyrir brjósti.

 

IMG_5649