21. maí — 5. júní 2016
 
Innri-vefur-2040x380_4

Ný stjórn kjörin á fulltrúaráðsfundi

2016_10_12 Stjórnendur LHR með ráðherra og borgarstjóra

Mennta- og menningarmálaráðherra og borgarstjóri ásamt fráfarandi og núverandi stjórn og stjórnendum hátíðarinnar.

 

Árlegur fundur fulltrúaráðs Listahátíðar í Reykjavík var haldinn miðvikudaginn 12. október. Fulltrúaráð hátíðarinnar er bakland hennar og þar eiga sæti fulltrúar helstu menningarstofnana og -samtaka landsins . Hanna Styrmisdóttir fráfarandi stjórnandi var með samantekt um síðustu hátíð á fundinum og kynntir voru ársreikningar. Voru Hönnu færðar þakkir af hálfu stjórnar og fulltrúaráðs fyrir vel unnin störf.

 

Vigdís Jakobsdóttir sem nú hefur formlega tekið við sem listrænn stjórnandi sagði frá sinni framtíðarsýn fyrir hátíðina og kynnti  stefnumótunarvinnu sem ákveðið hefur verið að ráðast í á næstu vikum með aðkomu breiðs hóps af vettvangi lista.

 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók við formennsku fulltrúaráðsins á fundinum af Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra. Þórunn Sigurðardóttir mun áfram sitja í stjórn Listahátíðar sem fulltrúi ríkisins og Margrét M. Norðdahl hefur verið endurskipuð fulltrúi borgarinnar í stjórn. Þá hefur hún tekið við hlutverki formanns stjórnar af Þórunni sem gegnir nú hlutverki varaformanns. Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður SÍM var kjörin í stjórn af fulltrúaráðinu og leysir af hólmi Þorgerði Ólafsdóttur safnstjóra Nýlistasafnsins.